Google Pay hjá Kviku

Einföld, örugg og hraðvirk greiðslulausn.

Það er einfalt að virkja Google Pay í símanum þínum

1

Náðu í Google Wallet appið í Google Play store og opnaðu það.

2

Veldu „Add to Wallet" og taktu mynd af kortinu. Sláðu inn staðfestingarkóðann sem þú færð sendan.

3

Staðfestu að þú ætlir að nota Google Wallet sem aðalgreiðslugátt tækisins.

Google Pay er einföld, örugg og hraðvirk greiðslulausn. Þegar greiðsla er framkvæmd notar Google Pay sýndarnúmer sem kemur í stað kortnúmers og eru því greiðslur með Google Pay þægilegri og öruggari en greiðslur með kortum.

Borgaðu með Google Pay í verslunum

1

Aflæstu símanum.

2

Leggðu símann að posanum.

3

Bíddu eftir að staðfesting á greiðslu birtist.