Apple Pay hjá Kviku

Einföld, örugg og hraðvirk greiðslulausn

Það er einfalt að virkja Apple Pay í snjalltækjunum þínum

iPhone

  1. Opnaðu Wallet í iPhone.
  2. Veldu plúsinn í hægra horninu og fylgdu leiðbeiningunum.
  3. Haltu kortinu innan myndarammans þangað til síminn hefur náð að lesa upplýsingarnar á því eða veldu að skrá upplýsingarnar handvirkt.
  4. Staðfestu kortið, skilmála bankans og öryggisþætti.
  5. Þegar auðkenningu er lokið færðu staðfestingu á því að kortið sé orðið virkt og getur byrjað að greiða með Apple Pay! 

Apple Watch

Til að tengja kortin þín við Apple Watch opnar þú Apple Watch appið á símanum þínum og velur „Wallet & Apple Pay“. Þar færðu upp möguleikann að bæta við debit eða kreditkortum. 

Með Apple úri smellirðu tvisvar á hliðartakkann og heldur úrinu að posanum til að greiða.

Apple Pay er einföld, hraðvirk og örugg leið til þess að borga fyrir vörur og þjónustu með snjalltækinu þínu. Þegar korti er bætt við Apple Pay verður til sýndarnúmer (e. token) sem notað er við greiðslur sem tryggir öryggi lausnarinnar.

Borgaðu með Apple Pay í verslunum

FaceID

Smelltu tvisvar á hliðartakkann til að virkja Apple Pay. Horfðu á skjáinn og því næst leggur þú símann að posanum.

TouchID

Haltu símanum að posanum með fingurinn að skannanum.

Apple Watch

Smelltu tvisvar á hliðartakkann og haltu úrinu upp að posanum.

Er öruggt að nota Apple Pay?

Hvernig borga ég með Apple Pay?

Hvar er hægt að nota Apple Pay?

Hvernig tengi ég kortið mitt við Apple Pay?

Hvernig borga ég í öppum og á vefsíðum?

Kostar það mig sem korthafa aukalega að nota Apple Pay?

Hvað er sýndarnúmer (e. Token)?

Hvað gerist ef ég týni símanum mínum eða ef honum er stolið?

Hvað gerist ef ég týni kortinu mínu sem ég er með uppsett í Apple Pay?

Ef ég eyði korti úr Apple Pay, get ég skráð það aftur seinna?

Ef ég er með kort tengt við bæði símann minn og úrið mitt, hefur það áhrif á úrið ef ég eyði kortinu úr símanum og öfugt?

Hversu mörg kort er hægt að tengja við hvert snjalltæki?

Hversu mörg tæki get ég tengt við hvert kort?

Get ég bætt við kortum frá öðrum bönkum í Apple Pay?

Hvernig veit ég hvaða sölustaðir taka við Apple Pay?

Get ég séð yfirlit yfir færslur í Apple Pay?

Hvaða kort frá Kviku eru aðgengileg í Apple Pay?

Eru fjárhæðartakmörk með Apple Pay?