Kreditkort Kviku

Hér finnur þú upplýsingar um Priority Pass ásamt viðskipta- og tryggingaskilmála kreditkorta Kviku.

Priority Pass

Allir korthafar Kviku fá aðgang að Priority Pass. Til að virkja kortið sækir þú fyrst um aðgang á vefsíðu Priority Pass. Þegar þú hefur lokið skráningu þá getur þú náð í appið og skráð þig inn.

Með Priority Pass appinu færðu aðgang að yfir 1.300 betri stofum á flugvöllum í yfir 600 borgum.

Skilmálar kreditkorta

Vinsamlegast kynntu þér viðskipta- og tryggingaskilmála kortsins en með fyrstu notkun þess samþykkir þú skilmálana.

Snertilausar greiðslur

Þú getur greitt snertilaust með kortum frá Kviku, hvort sem þú ert með iPhone eða Android síma.