Græn fjármálaumgjörð Kviku banka hf.

Kvika hefur gefið út græna fjármálaumgjörð (e. Green Financing Framework) sem rammar inn stefnu bankans í umhverfisvænni fjármögnun og lánveitingum. Einn af lykilþáttum fyrir framgang sjálfbærrar þróunar er að fjármagni sé beint í sjálfbæra uppbyggingu. Þar gegna fjármálastofnanir mikilvægu hlutverki og geta haft veruleg og jákvæð áhrif.

Græn fjármálaumgjörð Kviku lýsir sjálfbærnistefnu bankans, stjórnkerfi Kviku í sjálfbærni og hvernig fjármunum er úthlutað til grænna verkefna á borð við lánveitingar. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar en slíkar lánveitingar geta meðal annars snúið að orkuskiptum í samgöngum, umhverfisvottuðum byggingum og endurnýjanlegri orku.

Græn fjármálaumgjörð Kviku byggir á alþjóðlegum viðmiðum (e. Green Bond Principles) sem Alþjóðasamtök aðila á verðbréfamarkaði (International Capital Market Association) hafa sett saman. Samkvæmt viðmiðunum byggir umgjörðin á fjórum stoðum:

  1. Ráðstöfun fjármuna (e. Use of Proceeds)
  2. Ferli við mat og val verkefna (e. Process for Project Evaluation, Selection and Exclusions)
  3. Stýring fjármuna (e. Management of Proceeds)
  4. Skýrslugjöf og úttekt (e. Reporting and External Review)

Umgjörðin hefur fengið jákvætt ytra álit frá alþjóðlega mats- og greiningarfyrirtækinu Sustainalytics. Þar kemur meðal annars fram að græn fjármálaumgjörð Kviku sé trúverðug og hafi alla burði til þess að verða áhrifarík.

 

pdfGræn fjármálaumgjörð Kviku banka hf.

pdfYtra álit Sustainalytics

 

Frekari upplýsingar um sjálfbærni hjá Kviku banka, þar á meðal skýrslur og úrdrátt úr stefnum bankans, má finna hér: https://www.kvika.is/samfelagsabyrgd