Kvika veitir ráðgjöf við kaup, sölu og samruna fyrirtækja og rekstrareininga. Aðkoma fyrirtækjaráðgjafarinnar er gjarnan verkstjórn á slíku ferli, greining tækifæra, virðismat, greining virðisaukandi þátta, ráðgjöf um aðferðafræði, umsjón með samningaviðræðum og lúkning viðskipta. Aðkoma Kviku felur í sér sjálfstæða ráðgjöf með það að markmiði að tryggja hagsmuni viðskiptavina sinna.
Mörg íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa í gegnum tíðina nýtt sér þá fjármögnunarleið að gefa út verðbréf til að fjármagna rekstur sinn, fjárfestingar eða uppgreiðslu lána (endurfjármögnun). Lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir eru öflugir og mikilvægir fjárfestar sem geta fjármagnað starfsemi og vöxt fyrirtækja. Fyrirtækjaráðgjöf bankans aðstoðar fyrirtæki við endurfjármögnun lána hjá fjármálastofnunum með þátttöku við gerð útboðsgagna og greiningar og ráðgjöf varðandi tilboð.
Til að auðvelda viðskipti með verðbréf eru þau skráð í Kauphöll Íslands. Ekki er nauðsynlegt að hafa hlutabréf félagsins skráð í Kauphöllinni til að óska eftir skráningu á skuldabréfaflokkum. Með skráningu skuldabréfaflokks verða skuldabréfin auðseljanlegri í frumútboði. Skráningarferli í Kauphöll Íslands er vandasamt verk sem krefst yfirsýnar og sérþekkingar. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af umsjón með nýskráningum og afskráningum hluta- og skuldabréfa.
Viðskiptastjórar okkar veita nánari upplýsingar um fyrirtækjaráðgjöf Kviku
í síma 540-3200 eða corpfin@kvika.is