Forsíða /
Fyrirtæki og markaðir /
Gjaldeyrir

Gjaldeyrir

Kvika hefur tekið virkan þátt í þróun gjaldeyrismarkaðs Keldunnar og sinnir Kvika öllum gjaldeyrisviðskiptum fyrir viðskiptavini sína í gegnum þann markað.

Aukið gagnsæi í gjaldeyris-viðskiptum

Gjaldeyrismarkaður Keldunnar er umbreyting á hefðbundnum gjaldeyrismarkaði og færir fjárfestum stóraukið gagnsæi með tilliti til bæði tilboða og þóknana.

Gjaldeyrismarkaður keldunnar

  • Markmið gjaldeyrismarkaðarins er að auka dýpt og sýnileika á gjaldeyrismarkaði.
  • Velta á hefðbundnum gjaldeyrismarkaði er ekki sýnileg og verðmyndun byggir á verðlagningu á millibankamarkaði.
  • Með virkri þátttöku aðila á kaup- og söluhlið myndast dýpri markaður sem ætti að leiða af sér þrengra verðbil sem er til hagsbóta fyrir alla.
  • Upplýsingar eru öllum sýnilegar í rauntíma hér.
  • Viðskiptavinir geta lagt inn pantanir og gengið að tilboðum sem eru á markaði.
  • Uppgjör viðskipta fer fram á milli ISK og IG reikninga hjá Kviku eða þeim banka sem viðskiptavinur vísar til.

Lifandi pantanabók

• Pöntun sem sýnir verð og magn og hefur fastan gildistíma eða lifir þar til viðskipti verða eða pöntun er afturkölluð;

• Kerfið heldur utan um allar pantanir sama hvort þær hafa verið fylltar eða þeim eytt

• Viðskiptavinur sendir pantanir í gegnum símtal, tölvupóst eða spjallforrit. Tiltekur verð, magn og gildistíma líkt og tíðkast með viðskipti á hlutabréfamarkaði

• Allar pantanir birtast í rauntíma sem eykur gegnsæi og virkni.

Viðskiptagluggi

• Sýnir öll viðskipti,

• gjaldeyrismiðlun Kviku getur tilkynnt öll viðskipti inn í kerfið,

• viðskiptaglugginn er birtur á Keldan.is í rauntíma.