12. desember 2016

Víxlaútboð 14. desember 2016

Kvika banki hf. heldur útboð á víxlum bankans þann 14. desember 2016. Í boði eru víxlar í 6 mánaða flokknum KVB 17 0622 að nafnvirði 2 ma.kr. og fer útboðið fram með hollensku fyrirkomulagi þar sem verð útboðsins ræðst af hæstu samþykktum flötum vöxtum. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og verða skráðir í kauphöll Nasdaq Iceland. Tekið er við tilboðum til kl. 16:00 miðvikudaginn 14. desember.


Vinsamlega hafið samband við markaðsviðskipti Kviku í síma 540 3220 eða með tölvupósti á vixlar@kvika.is til að taka þátt eða fá nánari upplýsingar um útboðið.

Til baka