11. nóvember 2016
Í nýjustu útgáfu af 300 stærstu riti Frjálsrar verslunar er viðtal við Sigurð Atla Jónsson, forstjóra Kviku. Í viðtalinu fer Sigurður Atli yfir stöðuna og ræðir meðal annars mikilvægi stefnulegrar áætlunar sem hann segir upphaf allra góðra verka.
„Að búa til stefnulega áætlun er upphaf allra góðra verka. Ríkið ætti að byrja á byrjuninni og leggja áherslu á að hagræða betur hjá sér. Og halda sig svo við stefnuna. Stefna og stefnufesta kastar ljósi á heildarhag, er gagnsæ, minnkar spillingu og skapar traust“, segir Sigurður Atli Jónsson.