29. september 2025

Vegna flugfélagsins Play - endurkröfuréttur korthafa

Endurkröfuréttur korthafa

Vegna gjaldþrots flugfélagsins Play og stöðvunar á starfsemi þess vill Kvika banki upplýsa korthafa um eftirfarandi:

Handhafar Visa greiðslukorta, bæði debet- og kreditkorta, eiga almennt rétt á endurkröfu ef fyrirframgreidd þjónusta, sem greidd var með korti, er ekki veitt.

Til að hægt sé að afgreiða endurkröfubeiðni þurfa korthafar að fylla út eyðublað og senda það með tölvupósti á kvika@kvika.is.

Við bendum á að nauðsynlegt er að hafa tiltækt afrit af bókun sem inniheldur eftirfarandi upplýsingar:

  • Bókunarnúmer og staðfesting á greiðslu
  • Fjölda farþega
  • Dagsetningu flugs
  • Brottfararstað og áfangastað

 

Athugið

Afgreiðsla endurkröfumála getur tafist í ljósi aðstæðna. Við hvetjum því korthafa til að senda inn endurkröfubeiðni sem fyrst.

  • Tímafrestur til að óska eftir endurkröfu er 120 dagar frá upphaflegri dagsetningu flugs.
  • Korta- og ferðatryggingar bæta ekki tjón sem verður vegna gjaldþrots flugfélags.
  • Ef ferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu skal hafa beint samband við viðkomandi skrifstofu.

Frekari upplýsingar má finna á vef Samgöngustofu.

Til baka