06. apríl 2020

Úttekt á viðbótarsparnaði vegna COVID-19

Hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 snýr að fyrirframgreiðslum viðbótarsparnaðar. Úrræðið gildir eingöngu um frjálsa séreign úr viðbótarsparnaði.

  • Umsóknartímabilið er 1. apríl 2020 til 31. desember 2020.
  • Heildargreiðsla er að hámarki 12 milljónir kr. á hvern einstakling, þó aldrei meira en uppsöfnuð inneign einstaklings þann 1. apríl 2020.
  • Greitt er í jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að hámarki 800.000 kr. á mánuði, að frádreginni staðgreiðslu tekjuskatts, á allt að 15 mánuðum frá umsókn. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð er að ræða.
  • Ef einstaklingur á viðbótarsparnað hjá fleiri en einum vörsluaðila skal gera grein fyrir því í umsókn, en 12 milljón kr. hámarkið gildir um alla vörsluaðila viðbótarsparnaðar samtals.  

Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér úrræðið vel en helstu upplýsingar varðandi úttekt á viðbótarsparnaði má finna hér.  

Fyrir sjóð 320 (Kvika séreign 1 – Kvika séreign 4): Útfyllt undirritað umsóknareyðublað ásamt afriti af skilríki skal senda í tölvupósti á lifeyrir@tplus.is.

Fyrir sjóð 322 (Innlánaleið og Ævileið): Útfyllt undirritað umsóknareyðublað ásamt afriti af skilríki skal senda í tölvupósti á sparnadur@tplus.is.

 

Til baka