01. apríl 2016

Fyrirtækjaráðgjöf Kviku ráðgjafi við fjármögnun og uppbyggingu Húsafells

Húsafell Resort ehf. hefur gengið frá 1.100 milljón króna fjármögnun til áframhaldandi uppbyggingar í ferðatengdri þjónustu á Húsafelli.

Á Húsafelli er nú glæsilegt hótel, veitingastaðir, sundlaug, golfvöllur, tjaldsvæði og sumarhúsabyggð.

Nú er unnið að stækkun Hótel Húsafells auk þess sem sett verður á laggirnar afþreyingarmiðstöð sem veitir rekstraraðilum afþreyingar aðstöðu og frekari þjónustu á Húsafelli.

Fyrirtækjaráðgjöf Kviku var ráðgjafi eigenda Húsafells í viðskiptunum. Fjármögnunin var í formi hlutafjáraukningar auk langtímafjármögnunar sem Landsbanki Íslands veitir.

Eftir viðskiptin hafa eigendur Húsafell Resort ehf. þau Bergþór Kristleifsson og Hrefna Sigmarsdóttir fengið félög í eigu Ómars Benediktssonar, Finns Reyrs Stefánssonar, Tómasar Kristjánssonar og Jóns Diðriks Jónssonar til liðs við sig sem 50 % hluthafa.

3

Til baka