28. janúar 2019
Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin inn í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka og mun hefja þar störf á næstu vikum.
Síðastliðin 6 ár hefur Þórdís starfað hjá Icelandair þar sem hún hefur gegnt ýmsum stjórnendastöðum, síðast sem forstöðumaður tekjustýringar. Fyrir það starfaði Þórdís við rannsóknar- og ráðgjafastörf hjá Statoil A/S í Danmörku og sinnti einnig rannsóknarvinnu og kennslu í rekstrarverkfræði hjá Denmark Techniske Universitet. Á árunum 2007–2009 starfaði Þórdís sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Straumi Fjárfestingarbanka.Þórdís situr í dag í stjórn Bresk-íslenska Viðskiptaráðsins og er aðjúnkt við Iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands.
Þórdís er með BS gráðu í Vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MS gráðu frá Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hún lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.