06. október 2022

FrumkvöðlaAuður veitir verðugum verkefnum styrk

Stjórn FrumkvöðlaAuðar veitti þremur verðugum verkefnum styrki nýverið og var þetta í 13. sinn sem úthlutað var úr sjóðnum.

Fjöldi umsókna bárust sjóðnum og þökkum við öllum umsækjendum fyrir og óskum þeim alls hins besta.

Verkefnin sem voru valin í ár:

SoGreen
Guðný Nielsen og Sigrún Kristjánsdóttir
 
SoGreen vinnur að því að virkja einstaka loftslagslausn, menntun stúlkna, með því að gera hjálparsamtökum kleift að framleiða vottaðar kolefniseiningar með verkefnum sem tryggja stúlkum í lágtekjuríkjum menntun. Reiknilíkan SoGreen magngreinir samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem orsakast við það að tryggja menntun stúlkna. Fyrirtækjum á sjálfbærnivegferð stendur til boða að kaupa kolefniseiningarnar.

Snerpa Power
Eyrún Linnet og Íris Baldursdóttir
Snerpa Power virkjar stórnotendur rafmagns með því að sjálfvirknivæða álagsáætlanagerð og besta tilboðsgerð inn á markað með kerfisþjónustur. Félagið bætir þannig nýtingu orkuauðlinda, dregur úr aflskorti og eykur samkeppnishæfni raforkumarkaðar.

Orb Vision
Íris Ólafsdóttir
Orb Vision er að hanna hugbúnaðarlausn sem mælir kolefnisbindingu skóga, auðveldar framleiðslu og viðskipti með vottaðar kolefniseiningar og hvetur þannig til skógræktar.

FrumkvöðlaAuður
Markmið FrumkvöðlaAuðar að vera góðgerðarsjóður með það að meginstefnu að hvetja konur til athafna og frumkvæðis, sjá nánar https://kvika.is/sjalfbaerni/frumkvodlaaudur/

Stjórn sjóðsins skipa Kristín Pétursdóttir, sem er formaður, Íris Arna Jóhannsdóttir og Lára Jóna Björnsdóttir.
Kvika óskar styrkþegum innilega til hamingju!

Til baka