03. febrúar 2023

Stjórn Kviku banka hefur óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður milli félaganna.

Stjórn bankans telur að samruni félaganna skapi fjárhagslega sterkt fjármálafyrirtæki með dreifðan tekjugrunn. Í sameinuðu félagi væri mögulegt að veita viðskiptavinum aukna þjónustu og leiða til meiri samkeppni á fjármálamarkaði, meðal annars með fjártæknilausnum, auk þess sem sameinað félag yrði áhugaverður fjárfestingakostur.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku:

„Þessi ósk okkar um samrunaviðræður við Íslandsbanka er eðlilegt framhald á þeirri vegferð sem Kvika hefur verið á. Tilgangur Kviku er að auka samkeppni og samruni sem þessi, getur falið í sér mikil tækifæri í þeim efnum. Sameiningin við TM og Lykil hefur verið afar farsæl fyrir félagið og við sjáum tækifæri í því að vaxa enn frekar. Það er því spennandi fyrir Kviku að taka þetta næsta skref og kanna áhuga hjá Íslandsbanka á sameiningu. Ég vona að stjórn Íslandsbanka deili þessari sýn okkar og taki ósk okkar um viðræður vel.”

Hér má nálgast fréttatilkynningu bankans til Kauphallar

Til baka