09. mars 2021
Þann 23. febrúar sl. tilkynnti Kvika banki hf. („Kvika“) að undirrituð hefði verið samrunaáætlun vegna fyrirhugaðs samruna Kviku, TM hf. („TM“) og Lykils fjármögnunar hf. („Lykill“). Þann 26. febrúar síðastliðinn var svo tilkynnt um að tveir af fjórum fyrirvörum í samrunasamningi félaganna frá 25. nóvember sl. hefðu verið uppfylltir. Eftir stæðu fyrirvarar um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands („FME“) fyrir samrunanum og samþykki hluthafafunda í Kviku, TM og Lykli.
Þann 9. mars 2021, tilkynnti FME Kviku, TM og Lykli að fjármálaeftirlitsnefnd hefði afgreitt umsókn um samruna félaganna. Mat nefndarinnar er að forsendur séu til staðar til þess að veita samþykki fyrir samrunanum skv. 106. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 þegar samrunaferlinu er lokið samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga.
Hluthafafundir verða haldnir í Kviku, TM og Lykli þann 30. mars nk., þar sem ákvörðun um samruna félaganna er á dagskrá, sbr. fundarboð sem birt voru þann 8. mars sl.