01. mars 2024

Sjálfbærniskýrsla Kviku

Sjálfbærniskýrsla Kviku fyrir árið 2023 er komin út. Þetta er í þriðja sinn sem Kvika gefur út sjálfbærniskýrslu en skýrslan er gefin út samhliða ársreikningi Kviku og dótturfélaga. Í skýrslunni er farið yfir árangur félagsins í málefnum sem snerta sjálfbærni. Úthlutunar- og áhrifaskýrsla bankans er gefin út sem hluti af sjálfbærniskýrslu Kviku þar sem gerð eru skil á grænum skuldbindingum samkvæmt grænni fjármálaumgjörð bankans.

Við gerð skýrslunnar var UFS-leiðbeiningum Nasdaq (ESG Reporting Guide 2.0) fylgt. Staðlar Global Reporting Initiative (GRI) eru einnig hafðir til hliðsjónar og viðeigandi vísum svarað.

Deloitte hefur veitt álit með takmarkaðri vissu á ófjárhagslegri upplýsingagjöf sem sett er fram í Sjálfbærniskýrslu Kviku.

Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku:

„Árið 2023 var viðburðaríkt ár hjá okkur í Kviku og erum við stolt af þeim árangri sem við höfum náð í rekstri félagsins við annars krefjandi aðstæður á mörgum sviðum. Á árinu var unnið ötullega að áframhaldandi innleiðingu á sjálfbærnistefnunni sem var samþykkt á árinu 2022 og mótuð með þátttöku alls starfsfólks Kviku þvert á svið og dótturfélög. Markmið okkar er sem fyrr að sjálfbærni sé hluti af okkar kjarnastarfsemi og ákvarðanatöku.“

Skýrsluna má nálgast hér:

Sjálfbærniskýrsla Kviku 2023

pdfSjálfbærniskýrsla Kviku 2023

Til baka