29. maí 2018
Sigþór Jónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Kviku Securities Ltd., dótturfélagi Kviku banka hf. í Bretlandi. Sigþór hefur yfirgripsmikla og langvarandi reynslu af fjármálamarkaði en hann starfaði á síðustu árum sem framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa hf., og þar áður sem framkvæmdastjóri Landsbréfa hf., þar sem hann vann að uppbyggingu félaganna sem og fjölmargra verkefna á vegum þeirra. Sigþór var einnig þar áður sjóðstjóri og forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni hf. Sigþór hefur í sínum störfum haft umfangsmikla aðkomu að uppbyggingu sjóðastarfsemi sem og utanumhaldi um nokkur af stærstu verkefnum sem íslenskir fagfjárfestar hafa komið að. Sigþór er með MSc. gráðu í fjármálum frá Háskóla og er nú að ljúka MBA námi hjá EADA Business School í Barcelona. Hann mun koma til liðs við Kviku Securities í ágúst að námi loknu.
Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kviku Securities:
Uppbygging Kviku í Bretlandi hefur gengið vel á undanförnum tveimur árum. Það er stórt skref fyrir okkur að fá Sigþór í hópinn og mun reynsla hans, þekking og sterkt tengslanet styrkja okkur mikið í þeirri uppbyggingarvinnu sem framundan er hjá félaginu í Bretlandi á komandi árum.