03. maí 2023

Sameiginleg tilkynning frá Íslandsbanka og Kviku um stöðu samrunaviðræðna

Samrunaviðræður milli Íslandsbanka hf. og Kviku banka hf. standa yfir en viðræðurnar hófust í kjölfar samþykkta stjórna félaganna beggja í febrúar eins og fram hefur komið. Stjórnir félaganna telja að verulegur ávinningur geti falist í samrunanum fyrir bæði hluthafa og viðskiptavini beggja félaga. 

Verkefnið er umfangsmikið og hafa bæði félög ráðið erlenda fjárhagslega ráðgjafa og innlenda lögfræðilega ráðgjafa. Félögin og ráðgjafarnir vinna nú að því að meta samlegð af samrunanum og meta stöðu sameinaðs félags á markaði. Á öðrum ársfjórðungi munu fjárhagslegir ráðgjafar skila greiningum sínum á mögulegum samruna og í kjölfar þess munu félögin taka ákvarðanir um næstu skref í ferlinu. 

Forsendur viðræðna og framkvæmd þeirrar vinnu hefur verið kynnt Samkeppniseftirlitinu og stefna aðilar á að nýta sem best forviðræður við Samkeppniseftirlitið í samræmi við nýlegar reglur þar að lútandi, samhliða öðrum verkstraumum í viðræðunum. 

Til baka