28. maí 2022

Rúmlega fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar

Almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar lauk klukkan 16:00 föstudaginn 27. maí 2022.  

Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 ma.kr. sem samsvarar yfir fjórfaldri eftirspurn. Í útboðinu voru boðnir 827,3 milljónir af áður útgefnum hlutum. Í tilboðsbók A var meira en þreföld eftirspurn og um fimmföld í tilboðsbók B. Seljendur samþykktu áskriftir fyrir 827,3 milljónum hluta eða 29,5% af hlutafé félagsins.  

  • Um það bil 6.600 áskriftir bárust fyrir um 32,3 milljarða króna. 
  • Í tilboðsbók A var endanlegt útboðsgengi 8,9 krónur á hlut.  
  • Í tilboðsbók B var endanlegt útboðsgengi 10,03 krónur á hlut.  
  • Söluandvirði nam samtals um 7,9 milljörðum króna. 

 

Þátttakendur í útboðinu geta nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu eigi síðar en í lok dags mánudaginn 30. maí 2022 með því að fara inn á áskriftarvef útboðsins á vefsíðu Kviku banka hf., www.kvika.is/olgerdin og nota sömu aðgangsauðkenni og þeir notuðu til að skrá áskrift sína í útboðinu. 

 

Gjalddagi og eindagi áskrifta í útboðinu er föstudagurinn 3. júní 2022 og er áætlað að afhenda nýjum hluthöfum Ölgerðarinnar hluti sína dagana 7 – 8. júní 2022 að undangenginni greiðslu.  Ráðgert er að viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar hefjist fimmtudaginn 9. júní 2022. 

Ráðgjafi Ölgerðarinnar er Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hf. 

Til baka