29. febrúar 2016

Óprúttnir aðilar falast eftir debetkortaupplýsingum

Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt Kviku um tilraunir til að falast eftir debetkortaupplýsingum viðskiptavina. Umræddar tilraunir eiga það sammerkt að reynt er að fá viðskiptavin til að gefa upp tékkaábyrgðarnúmer debetskorts í gegnum síma, að öllum líkindum í sviksamlegum tilgangi. Umræddir aðilar tilkynna sig sem starfsmenn banka.

Kvika biður viðskiptavina sína aldrei um kortaupplýsingar að fyrra bragði. Kvika varar viðskiptavini við að gefa upp upplýsingar um tékkaábyrgðarnúmer eða númer á kreditkortum. Tékkaábyrgðarnúmer má nota til að stofna aðgang að millifærsluforritum og millifæra án þess að korthafi komi að færslunni. Slíkt getur orsakað fjártjón hjá viðskiptavinum bankans. Fái viðskiptavinir slík símtöl eru þeir vinsamlegast beðnir að koma upplýsingum um það ásamt tímasetningu símtals og símanúmeri sem hringt var úr í tölvupósti til thjonusta@kvika.is

Til baka