02. apríl 2020
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Hvatningarsjóði kennaranema.
Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hefur það að markmiði að hvetja öfluga einstaklinga til þess að velja nám í menntavísindum og efla vitund um mikilvægi kennaranáms. Við vonumst til þess að sjóðurinn geti lagt eitthvað af mörkum til að auka nýliðun og stemma stigu við vöntun í kennarastéttinni.
Umsóknarfrestur er til 4. maí 2020 og skulu umsóknir sendar á netfangið kennarar@kvika.is. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á kvika.is/hvatningarsjoðir