28. október 2016
Inga Rún Bjarnadóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í bakvinnslu Kviku. Inga Rún er lögfræðingur að mennt og lauk nýverið meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Samhliða námi hefur Inga Rún meðal annars stundað starfsnám hjá Fangelsismálastofnun og starfað sem læknafulltrúi og ritari hjá Læknaráði.