16. september 2016

Nýir starfsmenn hjá Kviku

Magnús Guðmundsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í áhættustýringu Kviku.  Magnús starfaði áður hjá SAS Institute A/S sem viðskiptastjóri og ráðgjafi við gagnasamþættingu og innleiðingu lausna í áhættustýringu. Áður starfaði Magnús meðal annars sem forstöðumaður viðskiptagreindar hjá Teris hf., forstöðumaður fjármálalausna hjá Hug hf. og deildarstjóri á upplýsingatæknisviði hjá Kaupþingi. Magnús hefur nýlega lokið MSc gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands og er með BSc í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Magnús Már Leifsson lögfræðingur hefur hafið störf hjá Kviku. Magnús Már starfaði áður hjá LOGOS lögmannsþjónustu frá árinu 2013. Magnús Már er með ML og BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Ragnhildur Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf móttökuritara Kviku. Ragnhildur lauk BS námi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri síðast liðið vor og starfaði áður meðal annars sem verslunarstjóri Body Shop á Akureyri og sem innheimtufulltrúi og gjaldkeri hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Til baka