12. ágúst 2016

Móttaka Kviku í Elle Decoration

Haf studio, sem er hönnunar studíó rekið af þeim Hafsteini Júlíussyni og Karítas Sveinsdóttur, fékk á dögunum umfjöllun í nýjasta hefti breska hönnunarblaðsins Elle Decoration. Þar var fjallað um íslenska hönnun og hönnuði í framhaldi af hönnunar mars. Í blaðinu var meðal annars fjallað um innanhússhönnun þeirra á höfuðstöðvum Kviku í Borgartúni 25. Við hönnunina sóttu þau innblástur í nútíma norræna hönnun í bland við klassíska með það að markmiði að skapa bankanum stílhreina og fágaða umgjörð sem jafnframt er hlýleg og lifandi.

Hér má sjá greinina.

Til baka