09. september 2016
Kvika hefur verið samstarfsaðili Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF á Íslandi) frá árinu 2011. Bankinn annast alla bankaþjónustu fyrir UNICEF og styður við ýmis verkefni UNICEF hér á landi.
UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum, berst fyrir réttindum barna og sinnir bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. UNICEF stendur nú fyrir neyðarsöfnun fyrir börn á flótta undan stríðsátökum í Sýrlandi. Annar hver flóttamaður í heiminum í dag er barn og hafa um 50 milljónir barna verið rifin upp með rótum og eru á flótta undan átökum og ofbeldi heima fyrir. Það hefur sjaldan verið eins mikilvægt að allir leggist á eitt í aðgerðum í þágu barna.
Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 kr) eða leggja beint inn á neyðarreikning UNICEF á Íslandi: 701-26-102040 / kt. 481203-2950. Hvert framlag skiptir miklu máli.
Nánar á vef UNICEF.