14. janúar 2020

Kvika umsvifamest í viðskiptum í Kauphöll Íslands

Kvika var umsvifamest í skuldabréfaviðskiptum í Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Ísland) á síðasta ári. Af 2.801 milljarða króna heildarviðskiptum á skuldabréfamarkaði í Kauphöll Íslands árið 2019 nam heildarvelta Kviku 537 milljörðum króna, eða 19,18% af heildarviðskiptum ársins.

Kvika var með fimmtu mestu veltu á hlutabréfamarkaði árið 2019 en hún nam 165 milljörðum króna eða 13,65% af heildarviðskiptum með hlutabréf, sem námu 1.206 milljörðum króna. Þá var Kvika með mesta veltu á Nasdaq First North á Íslandi en hún nam tæplega 6 milljörðum króna eða um 33% af heildarviðskiptum á First North markaðinum.

Til baka