19. maí 2016

Kvika styrkir Team Spark

Kvika styrkir Team Spark í ár. Team Spark er hópur 44 verkfræðinema við Háskóla Íslands sem tekur þátt í alþjóðlegri hönnunar- og kappaksturskeppni háskólanema sem fram fer á Silverstone brautinni á Englandi í sumar. Nemarnir hafa unnið að þróun og smíði kappaksturs bílsins TS16 síðast liðið ár og var bíllinn afhjúpaður með viðhöfn í apríl. Undirbúningur fyrir keppnina er því formlega hafinn hjá hópnum. En þau stefna að því að keyra bílinn 100 km á Íslandi áður en keppni hefst í því skyni að prófa bílinn og þjálfa ökumenn.  

TS-mynd-1

Meira má lesa um Team Spark og verkefnið á heimasíðu Team Spark.

Til baka