12. nóvember 2020
Nýlega fór fram úthlutun styrkja úr Hvatningarsjóði Kviku fyrir skólaárið 2020-2021. Í ár voru það sjö iðnnemar og fimm kennaranemar sem hlutu styrki samtals að fjárhæð kr. 10 milljónir.
Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Skortur er á iðn- og kennaramenntuðu starfsfólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja og skóla.
„Gildi Kviku er langtímahugsun og stefna bankans er að hafa jákvæð langtímaáhrif á samfélagið. Að mati bankans verða samfélög sem drifin eru áfram af hugviti og nýsköpun leiðandi á komandi árum og menntun því einn af hornsteinum samfélagsins og mikilvægur hlekkur í því að stuðla að sjálfbærni. Árið 2018 setti bankinn á laggirnar Hvatningarsjóð fyrir iðnnema með það fyrir augum að styrkja ímynd iðnnáms og starfa sem því tengjast, sem og að efla áhuga og vitund um mikilvægi námsins. Hvatningarsjóður kennaranema fylgdi svo í kjölfarið árið 2019. Upphaflega átti hvor sjóður að starfa í þrjú ár en við höfum nú ákveðið að halda áfram að styðja við þessar mikilvægu menntagreinar og renna þessum tveimur sjóðum saman í einn sjóð. Fyrsta úthlutun úr sameiginlegum sjóði verður næsta sumar. Á þessum óvenjulegu tímum er sérstaklega mikilvægt að hlúa að grunnstoðunum og þar er fátt mikilvægara en menntun. Þá vil ég nota tækifærið og þakka Samtökum iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og úthlutunarnefndum sjóðanna fyrir framlag þeirra til verkefnisins og einkar ánægjulegt samstarf.“ - segir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Eftirfarandi nemar hlutu styrk:
Iðnnemar
Vilborg Lilja Bjarnadóttir Klæðskurður og búningagerð við Bournemouth háskóla
Gerður Björg Harðardóttir, B stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri
Ásgrímur Þór Kjartansson, C stig vélstjórnar við Tækniskóla Íslands
Albert Ingi Lárusson, Pípulagningar við Tækniskóla Íslands
Sigþór Árni Heimisson, Húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri
Heba Lind Halldórsdóttir, Húsgagnasmíði og húsgagnabólstrun við Tækniskóla Íslands
Díana Rós Brynjudóttir, B stig skipstjórnar við Tækniskóla Íslands
Kennaranemar
Axel Guðmundur Arason, Grunnskólakennsla eldri barna við Háskóla Íslands
Ellen Alfa Högnadóttir, Grunnskólakennsla við Háskóla Íslands
Jóhanna María Bjarnadóttir, Grunnskólakennsla yngri barna við Háskóla Íslands
Hafdís Shizuka Iura, Grunnskólakennsla eldri barna við Háskóla Íslands
Gunnar Möller, Framhaldsskólakennsla við Háskóla Íslands
Nánari upplýsingar um Hvatningarsjóð Kviku má finna á kvika.is/hvatningarsjodir