28. júlí 2016
Kvika er umsvifamest í viðskiptum með skuldabréf í Kauphöll Íslands það sem af er ári með 21,8% hlutdeild. Af 1.510 milljarða króna heildarviðskiptum með skuldabréf á fyrri árshelmingi nam hlutur Kviku 329 milljörðum króna. Kvika hefur haldið leiðandi stöðu á skuldabréfamarkaði frá upphafi árs.
Kvika var með þriðju mestu veltuna á hlutabréfamarkaði á fyrri árshelmingi en hún nam 104 milljörðum króna eða 18,1% af 578 milljarða króna heildarviðskiptum. Mest voru viðskipti með hlutabréf í Icelandair Group, Marel og Högum.