21. March 2017
Kvika banki hf.
hefur lokið útboði á sex mánaða víxlum í nýjum flokki, KVB 17 0921. Í
heildina bárust tilboð upp á 2.670 milljónir kr. og var tilboðum tekið fyrir
2.000 milljónir kr. Víxlarnir voru seldir á 5,45% flötum vöxtum og áætlað
er að taka þá til viðskipta á Nasdaq Ísland í næstu viku.
Sigurður Atli Jónsson,
forstjóri Kviku:
„Fjármögnun Kviku með
víxlaútgáfum hefur gengið vel og við erum ánægð með viðtökur fjárfesta. Áhuginn
og sífellt betri kjör eru staðfesting á trausti til Kviku.“