29. júní 2021

Kvika leitar að öflugu starfsfólki

Kvika hefur auglýst fimm stöður lausar til umsóknar. Um er að ræða starf notendahönnuðar (UX/UI), verkefnastjóra í fyrirtækjaráðgjöf, sérfræðingi í fyrirtækjaráðgjöf, stafrænum leiðtoga í regluvörslu og vaxtarleiðtoga.

Kvika er árangursdrifið og metnaðarfullt fyrirtæki þar sem starfsfólk virðir og styður hvort annað. Starfsumhverfið einkennist af sveigjanleika, samvinnu, liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og jákvæðu umhverfi.

Gildi Kviku er langtímahugsun og er mikið lagt upp úr upplifun viðskiptavina, nýsköpun og starfrænu vöruframboði. Á meðal vörumerkja samstæðunnar er Kvika, Kvika eignastýring, TM, Lykill, Auður, Netgíró og Aur.

Ef þú ert metnaðarfullur og framsækinn einstaklingur og vilt láta gott af þér leiða þá höfum við áhuga á að fá þig til liðs við okkur og taka þátt í þeirri vegferð sem fram undan er.

Nánari upplýsingar um störfin má sjá hér að neðan en allar umsóknir fara í gegnum Alfreð.is.

 

Notendahönnuður (UX)

Við leitum eftir UX/UI hönnuði til að greina og hanna upplifun og vegferð notenda vörumerkja og þjónustu bankans. Spennandi áskorun fyrir hugmyndaríkan einstakling.

Verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf

Við leitum eftir reynslumiklum verkefnastjóra sem mun stýra verkefnum í fyrirtækjaráðgjöf. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptafærni, geta stýrt verkferlum, flutt kynningar, verið sjálfstæður, lausnamiðaður og sýnt frumkvæði.

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf

Við leitum að öflugum, jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingi til þess að starfa sem sérfræðingur og greinandi í fyrirtækjaráðgjöf. Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur og hafa mjög góða hæfni í framsetningu og greiningu gagna.

Starfrænn leiðtogi í regluvörslu

Við leitum að liðsauka í regluvörslu sem mun koma að og bera ábyrgð á þróun og innleiðingu á stafrænum lausnum, m.a. tengdum áhættuflokkun.

Vaxtarleiðtogi (e. Growth Manager)

Við leitum að öflugum starfskrafti með brennandi áhuga á gögnum, greiningum á viðskiptaatburðum og hvernig hægt er að auka árangur og hraða vexti með prófunum.

Til baka