20. maí 2022

Kvika leitar að kraftmikilli viðbót í liðsheild bankans


Kvika leitar að öflugum forriturum í hugbúnaðarteymi og öryggisstjóra á svið áhættustýringar bankans. Kvika leggur áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Vörumerki samstæðunnar eru meðal annars TM, Kvika eignastýring, Lykill, Auður, Netgíró og Aur. Starfsumhverfið einkennist af sveigjanleika, samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og heilsusamlegu og jákvæðu umhverfi.

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér.

Til baka