04. mars 2016
Mörkun og ásýnd vörumerkis Kviku hefur hlotið Lúðurinn íslensku auglýsingaverðlaunin. Verðlaunaafhendingin fór fram föstudaginn 4. mars á vegum ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks. Kvika var tilnefnd til verðlauna í tveimur flokkum, fyrir mörkun og ásýnd vörumerkis og beina markaðssetningu fyrir starfsmannapakka Kviku. Starfsmannapakkann má sjá hér og yfirlit yfir hönnun og ásýnd vörumerkis hér
Nánari upplýsingar um hönnunarstaðal Kviku má nálgast hér.