15. desember 2015

Kvika gefur út sex mánaða víxla

Kvika hefur nýlokið víxlaútboði. Í boði voru 2.000 milljónir króna að nafnvirði og bárust tilboð í 2.520 milljónir króna. Umframeftirspurn nam því 520 milljónum króna eða um 26%. Útboðið var lokað og voru víxlarnir seldir á 7,25% flötum vöxtum. Víxlarnir verða skráðir í Kauphöll Íslands (Nasdaq Iceland) fyrir lok árs.

„Við erum afar ánægð með viðtökur fjárfesta við fyrstu víxlaútgáfu bankans undir nýju auðkenni Kviku: KVB. Viðtökurnar eru mikilvæg staðfesting á fjárhagslegum styrk bankans og áhuga fjárfesta,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku.

Til baka