27. mars 2017

Kvika gefur út sex mánaða víxla

Kvika banki hf. hefur gefið út sex mánaða víxla að fjárhæð 2.000 milljónir króna. Um er að ræða útgáfu í víxlaflokknum KVB 17 0921 og er heildarheimild flokksins 2.000 m.kr. Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna umsóknar um töku víxlanna til viðskipta, þann 24. mars 2017, og sótt hefur verið um töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands. 

Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. 

Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu Kviku .

Til baka