30. desember 2015
Kvika banki hf. hefur gefið út sex mánaða víxla í tveimur flokkum, hvor að fjárhæð 2.000 milljónir króna. Um er að ræða fyrstu útgáfu í víxlaflokkunum KVB 16 0323 og KVB 16 0616 og er heildarheimild hvors flokks 2.000 milljónir króna.
Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna útgáfnanna í gær, þann 29. desember, og sótt hefur verið um töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands.
Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu útgefanda https://www.kvika.is/um-kviku/fjarfestar.