22. janúar 2019
Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt dótturfélagi Kviku banka hf., Kviku Securities Ltd., starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða.
Starfsleyfið veitir Kviku færi á að veita viðskiptavinum sínum, jafnt innlendum sem erlendum, víðtækari fjármálaþjónustu en áður sem tekur nú til sjóðastýringar sérhæfðra sjóða auk almennrar fjármálaráðgjafar í Bretlandi.
Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kviku í Bretlandi, segir:
Uppbygging starfsemi Kviku í Bretlandi gengur vel og verkefnastaðan hefur verið að styrkjast jafnt og þétt. Við erum því mjög ánægð að fá auknar starfsheimildir sem bætir stöðu okkar til að halda áfram að bjóða viðskiptavinum Kviku upp á áhugaverða fjárfestingakosti í Bretlandi á komandi misserum.