07. mars 2019

Kvika eignast GAMMA

Samkeppniseftirlitið og breska fjármálaeftirlitið (e. Financial Conduct Authority) hafa samþykkt Kaup Kviku banka á öllu hlutafé í GAMMA Capital Management og dótturfélagi GAMMA í Bretlandi. Hafa nú öll skilyrði fyrir kaupunum verið uppfyllt og mun Kvika því ganga frá viðskiptunum í samræmi við kaupsamning. Einn seljenda, eigandi 3,85% hlutafjár undirritaði kaupsamninginn þó með fyrirvara, sem hann hefur ekki aflétt og mun Kvika því eignast 96,15% hlutafjár í GAMMA á þessu stigi.

Til baka