25. október 2018

Kvika birtir afkomutilkynningu vegna níu mánaða uppgjörs 2018

Rekstrarniðurstaða Kviku á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 var í samræmi við áætlun. Hagnaður Kviku fyrir skatta á tímabilinu 1. janúar - 30. september 2018 samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri samstæðu bankans nam 1.444 milljónum króna fyrir skatta. Á sama tímabili árið 2017 var hagnaður bankans fyrir skatta 1.011 milljónir króna. Arðsemi eiginfjár miðað við afkomu fyrir skatt á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 var 17,3% á ársgrundvelli.  

Ármann Þorvaldsson, forstjóri:

„Rekstur Kviku á fyrstu níu mánuðum ársins var í samræmi við áætlanir og hagnaður eykst umtalsvert milli ára. Arðsemi bankans er góð og fjárhagsstaða hans mjög sterk, hvort sem litið er til eiginfjár- eða lausafjárhlutfalla. Ástand á mörkuðum hefur verið fremur dauft á árinu og einkennst af lítilli veltu og verðlækkunum, en þrátt fyrir það hefur reksturinn gengið prýðilega og öll tekjusvið bankans eru að skila hagnaði.

Í júní var greint frá því að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um kaup Kviku á öllu hlutafé í Gamma Capital Management. Áreiðanleikakönnun er að ljúka og frekari frétta er að vænta á næstunni. Þá hefur vinna hafist við skráningu hlutabréfa bankans á aðallista Nasdaq OMX Iceland og stefnt er að skráningu  á fyrri árshelmingi 2019.“

Nánari upplýsingar veitir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku í síma 540 3200.

  Kvika 9M 2018 Financial Results

Til baka