02. maí 2024
Á stjórnarfundi þann 2. maí 2024 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2024.
Í árshlutareikningi samstæðu Kviku fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024 er tryggingafélagið TM tryggingar hf. flokkað sem eign haldið til sölu. Þar af leiðandi og í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla færir samstæðan tekjur af tryggingastarfsemi sinni í einni línu í rekstrarreikningi sem hagnað eftir skatta af aflagðri starfsemi. Samanburðartölur við rekstur ársins 2023 hafa verið uppfærðar til samræmis.
Helstu atriði fyrsta ársfjórðungs 2024:
Helstu tekjuliðir af banka- og eignastýringarstarfsemi:
Afkoma af eignum haldið til sölu:
Helstu atriði efnahags:
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku:
„Rekstur bankastarfsemi Kviku var prýðilegur á fyrsta ársfjórðungi og ánægjulegt að sjá umtalsverða hagnaðaraukningu af starfseminni milli ára. Hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi, án afkomu TM, nam 1.215 milljónum króna, samanborið við 895 milljónir króna á sama tímabili árið 2023 og hækkar því um 36% frá árinu áður.
Nær allir tekjuliðir jukust milli ára á sama tíma og vel gekk að halda aftur af kostnaði. Þrátt fyrir þráláta verðbólgu og umtalsverðar launahækkanir náðist að halda rekstrarkostnaði nánast óbreyttum milli ára. Allar viðskiptaeiningar bankans gengu vel á fyrsta ársfjórðungi og ánægjulegt er að sjá viðsnúninginn sem hefur verið í rekstri bankans í Bretlandi eftir krefjandi umhverfi undanfarin tvö ár.
Arðsemi af efnislegu eigin fé bankastarfseminnar var 15,5%, sem er nokkuð undir langtímamarkmiði okkar en við sjáum þess merki að við munum nálgast það markmið á næstu misserum.
Tryggingarekstur TM var í takt við áætlanir og keimlíkur fyrsta fjórðungi síðasta árs, en fyrsti fjórðungur ársins er að öllu jöfnu sá þyngsti í rekstri tryggingafélaga. Markaðsaðstæður voru hins vegar óhagstæðar á tímabilinu og fjárfestingatekjur félagsins voru því talsvert undir væntingum.
Hagnaður fyrir skatta, að meðtalinni afkomu TM, nam 1.345 milljónum króna. Arðsemi efnislegs eigin fjár fyrir skatta var 12,1%.
Vinna við lúkningu endanlegrar áreiðanleikakönnunar og undirritun kaupsamnings við Landsbankann vegna sölu TM hefur gengið ágætlega og mun bankinn halda markaðnum upplýstum eftir því sem mál þróast.“
Kvika - Kvika birtir þriggja mánaða uppgjör.