21. janúar 2026

Kvika banki hf. óskar eftir tilboðum í endurskoðun

Kvika banki hf. auglýsir hér með opið útboð á endurskoðunarþjónustu fyrir bankann og dótturfélög hans vegna fjárhagsársins 2026. Vegna yfirstandandi samrunaviðræðna við Arion banka hf. nær útboðið eingöngu til endurskoðunar eins árs.

 

Útboðið er opið en til að bjóðendur komi til greina sem ytri endurskoðendur Kviku þurfa þeir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Endurskoðunarfyrirtæki skal hafa starfsleyfi samkvæmt 4. gr. laga nr. 94/2019 um endurskoðendur, hafa starfsstöð á Íslandi auk þess að vera aðili að alþjóðlegu tengslaneti
  • Endurskoðað skal í samræmi við Alþjóðlega endurskoðunarstaðla
  • Endurskoðunarfyrirtækið skal vera óháð Kviku banka og dótturfélögum

Gert er ráð fyrir að tillaga um val á endurskoðendum verði lögð fyrir aðalfund bankans í mars næstkomandi og byggi hún á niðurstöðum útboðsferlisins. Kvika áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum.

Fyrir nánari upplýsingar skal senda fyrirspurn á netfangið eirikur.jensson@kvika.is

Væntanlegir tilboðsgjafar skulu tilkynna um þátttöku sína í fyrir kl. 16:00 þann 27. janúar 2025, með skilaboðum þess efnis á sama netfang. Þann dag verða útboðsgögn afhent þeim tilboðsgjöfum sem uppfylla skilyrði útboðsins, eftir að undirrituð hefur verið trúnaðaryfirlýsing 

 

Tilboðsgjafar hafa frest til og með 6. febrúar 2026 til að skila inn endanlegu tilboði.

Nánari upplýsingar um Kviku banka hf.

Til baka