22. júní 2016
Það hefur ekki farið framhjá neinum að strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta liði Austurríkis í dag í lokaleik F riðils Evrópumótsins í knattspyrnu. Strákarnir eru ósigraðir í keppninni og riðillinn galopinn. Leikurinn mun skera úr um hvort landsliðið er á heimleið eða á leið í 16 liða úrslit.
Til að sýna strákunum stuðning munum við loka Kviku banka kl. 15:30 í dag.