17. desember 2021

Kvika banki gefur út græn skuldabréf í fyrsta sinn fyrir 4.500 milljónir króna

Umfram eftirspurn var eftir bréfunum en tilboð bárust fyrir samtals 5.420 m.kr. Skuldabréfin voru seld til breiðs hóps innlendra fjárfesta og er stefnt á töku skuldabréfanna til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf þann 16. desember n.k.

Skuldabréfin verða gefin út undir skuldabréfaramma Kviku með vísan í græna fjármálaumgjörð bankans sem bankinn gaf út í október síðastliðnum og hefur hlotið ytra álit frá alþjóðlega mats- og greiningarfyrirtækinu Sustainalytics. Fjármununum verður varið í fjármögnun eða endurfjármögnun umhverfisvænna verkefna sem falla undir þá eignaflokka sem eru skilgreindir í grænni fjármálaumgjörð Kviku. Nánari upplýsingar um grænu umgjörðina og ytra álit Sustainalytics má finna hér

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka: Kvika hefur nú stigið sín fyrstu skref í útgáfu grænna skuldabréfa og er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað eftirspurnin var mikil og að hún hafi verið frá jafn breiðum hópi fjárfesta og raun bar vitni, sem hvetur okkur enn frekar í fyrirætlunum okkar um að styðja í auknum mæli við umhverfisvæn verkefni. Græna útgáfan kemur í kjölfar nýrrar heildarstefnu samstæðu þar sem meðal annars er lögð áhersla á framgang sjálfbærnimála. Þá hefur samstæðan sett sér markmið um að hafa raunveruleg og mælanleg áhrif á kolefnisfótspor Íslands og loftslagsmál almennt, og er græna fjármálaumgjörðin og núna græn skuldabréfa útgáfa, ásamt grænum framtíðarreikningum sem nýlega voru settir á laggirnar, hluti af þeirri vegferð.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar í síma 540-3200.

Til baka