03. mars 2017

Kvika bakhjarl Food & Fun 2017


Kvika_food_and_fun-02648Food & Fun  hátíðin stendur yfir dagana fyrsta til fimmta mars.

Kvika er einn af bakhjörlum Food & Fun 2017 sem fram fer nú um helgina 1.–5. mars. Food & Fun hátíðin er haldin í  16. skipti í ár og taka 16 veitingastaðir þátt í hátíðinni. Yfir 300 erlendir gestakokkar hafa komið til landsins í gegnum tíðina í tengslum við hátíðina og eldað úr íslensku hráefni á veitingahúsum borgarinnar.

Fimmtudaginn 2. mars bauð Kvika til Food & Fun veislu þar sem matreiðslumeistararnir Kaz Okochi frá Japan og Jonah Kim frá Kóreu matreiddu dýrindis rétti af japönskum og kóreskum uppruna. Kaz Okochi rekur Kaz Sushi Bistro í Washington D.C. og Jonah Kim er nýfluttur til Miami þar sem hann starfar sem yfirkokkur á Makoto.

Kvika_food_and_fun-02666Kvika_food_and_fun-02651

Til baka