08. janúar 2020

Kvika besti bankinn 2019

Kvika var valinn besti bankinn á Íslandi árið 2019 af breska fjármálatímaritinu The Banker, en tímaritið hafði einnig valið bankann bestann hér á landi á síðasta ári. Verðlaunin eru sögð ein þau eftirsóttustu í bankageiranum og hlotnast þeim sem skila góðri afkomu jafnhliða því að bjóða nýja eftirtektarverða þjónustu að því er fram kemur í tilkynningu frá Kviku.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri:

Bankinn hefur einbeitt sér að langtíma samstarfi við viðskiptavini sem er að skila sér. Árið 2019 tókum við skref inn á einstaklingsmarkað með Auði dóttir Kviku í þeim tilgangi að stækka viðskiptavinagrunn okkar með því að nýta núverandi innviði bankans. Áframhaldandi nýting á innviðum getur leitt til áframhaldandi tækifæra í rekstri og eflt samkeppni á bankamarkaði. 

Kvika hefur á  undanförnum árum lagt áherslu á að auka markaðshlutdeild í eignastýringu með það að markmiði að verða leiðandi í eignastýringu á Íslandi. Til þess að styðja við hagkvæma stækkun og til að tryggja samlegðaráhrif hefur bankinn lagt mikla vinnu í að auka skilvirkni hjá stoðsviðum og efla innviði meðal annars með því að innleiða sjálfvirka ferla.

Til baka