28. september 2020

Kvika aðili að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar

Kvika er aðili að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar sem fara fyrir hátt í  80% af eigum á íslenskum fjármálamarkaði.

Föstudaginn 25. september undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði „Viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar“. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Landssamtök lífeyrissjóða (LL) og Forsætisráðuneytið unnu að mótun hennar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði.

Viljayfirlýsingin er einstakt framtak einkaaðila og stjórnvalda á fordæmalausum tímum. Víðtæk áhrif COVID-19 undirstrika enn betur mikilvægi þess að hafa sjálfbærni til hliðsjónar í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. 

Kvika leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð og er það stefna bankans að hafa jákvæð langtímaáhrif á samfélagið. Í því felst að þegar ákvarðanir eru teknar skal ávallt tekið tillit til hvaða áhrifa ákvarðanir hafa til lengri tíma litið, hvort sem um er að ræða innri málefni bankans eða málefni viðskiptavina.

Ávallt er lögð áhersla á að starfa í sátt við samfélagið meðal annars með því að huga að umhverfi og góðum stjórnarháttum í starfsemi bankans.

Viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar má lesa hér.

Til baka