26. mars 2019

Kvika á Aðalmarkað

Kauphöllin hefur samþykkt umsókn Kviku banka um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar.

Hlutabréf Kviku banka eru nú skráð á First North Iceland. Við töku til viðskipta á Aðalmarkaði verða hlutabréfin afskráð af First North Iceland. Síðasti viðskiptadagur hlutabréfa Kviku banka á First North Iceland er 27. mars 2019. og verða bréfin tekin til viðskipta á Aðalmarkaði næsta viðskiptadag eða 28. mars 2019.

Til baka