25. janúar 2021
Eins og fram hefur komið hefur Kristrún sóst eftir sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir næstu alþingiskosningar. Vegna þessa hefur verið gert samkomulag um að hún láti af störfum hjá bankanum.
Kristrún hóf störf hjá bankanum í janúar 2018 og hefur á síðast liðnum þremur árum unnið að eflingu á efnahagsgreiningum innan bankans sem og tekið þátt í opinberri umræðu um fjármálamarkaði og efnahagsmál.
Við viljum þakka Kristrúnu kærlega fyrir vel unnin störf í þágu bankans og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.