21. febrúar 2022

Innleiðingu á nýju innlána- og greiðslukerfi lokið

Innleiðingu á nýju innlána- og greiðslukerfi Kviku og Reiknistofu bankanna er nú lokið. Innleiðingin gekk vel og eru allar þjónustuleiðir aðgengilegar á ný. Við þökkum sýndan skilning og þolinmæði á þjónustuskerðingu meðan á innleiðingunni stóð um helgina.

Nýja kerfið er alþjóðlegt innlána- og greiðslukerfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra Banking Software. Það leysir af hólmi mörg eldri kerfi og mun einfalda tækniumhverfi bankans og auka sveigjanleika ásamt því að skapa ný tækifæri til vöruþróunar. Innleiðingin er eitt af stærri upplýsingatækniverkefnum sem unnin hafa verið á Íslandi á síðustu árum.

Ef þú hefur spurningar geturðu sent okkur tölvupóst á thjonusta@kvika.is eða hringt í síma 540 3200. 

Til baka