05. október 2018
Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms sem og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár. Alls hlutu 10 einstaklingar styrk úr Hvatningarsjóðnum að þessu sinni og eru þeir eftirfarandi:
Marinó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku segir það vera ánægjulegt að úthluta styrkjum úr Hvatningarsjóði Kviku í fyrsta sinn. Við lítum svo á að bankinn sé mikilvægur hluti af samfélaginu sem hann starfar í og beri ábyrgð og í ljósi þess að skortur er á iðnmenntuðu fólki er mikilvægt að breyting verði þar á. Samfélagið okkar er að breytast og í gegnum tíðina hafa einstaklingar með iðnnám að baki verið í fararbroddi í samfélagsbreytingum. Iðnnám er og verður mikilvægt og það er mjög mikilvægt fyrir samfélag eins og okkar að vera vel undirbúið fyrir væntanlegar breytingar.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins segir að með því að veita þessa styrki til ungra iðnnema erum við að lyfta iðnnámi upp og með því að gera iðnnámi hærra undir höfði eflum við samkeppnishæfni okkar til framtíðar. Þetta er fólkið sem ætlar að taka þátt í því að Ísland verði framúrskarandi samfélag og þau munu skapa hér störf og umgjörð sem eru fyrsta flokks.
Kvika og Samtök iðnaðarins óska styrktarþegum innilega til hamingju með útlutaðan styrk og óskum þeim velfarnaðar í námi og starfi á komandi misserum.
Nánari upplýsingar um Hvatningarsjóð Kviku má finna á www.kvika.is/hvatningarsjodir.